Í tilefni af UT-messunni í Hörpu 8.-9. febrúar 2013, efna Ís-leikir ehf. í samvinnu við Hotel RangáVeitingahús Við Tjörnina og Forlagið Útgáfa, til segulljóðaleiks þar sem keppt verður um bestu segulljóðin.

Til að taka þátt í keppninni þarftu að semja segulljóð með smáforritinu Segulljóð sem keyrir á iPad og iPhone og senda myndina af ljóðinu á netfangið: icegamer@icegamer.net.

Hægt er að senda ljóð í tölvupósti beint í gegnum forritið.
Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn höfundar, netfang og símanúmer.
Þátttakendur geta sent segulljóðin inn í gegnum eigin tæki eða kíkt í básinn okkar á UT-messunni og samið ljóðið þar.

Smáforritið Segulljóð verður á sértilboði í AppStore meðan á leiknum stendur.

 

1. VERÐLAUN

Gistingu fyrir 2 í deluxe herbergi á Hótel Rangá ásamt morgunverðarhlaðborði.

2.-4. SÆTI

Bókin Sjóræninginn eftir Jón Gnarr í boði Forlagsins

Vinsælasta ljóðið á Facebook

Gjafabréf fyrir tvo á 4 rétta óvissumatseðil á Veitingahúsinu við Tjörnina ásamt kir Royal í fordrykk.

Hægt er að senda inn ljóð frá 1. febrúar til miðnættis laugardaginn 9. febrúar.

Reglulega verða innsend ljóð birt á Facebook síðu Segulljóða (án nafns höfundar), þar sem hægt verður að kjósa um vinsælasta ljóðið. Staða á vinsælasta ljóðinu verður athuguð á miðnætti sunnudaginn 10. febrúar og úrslit verða kynnt
mánudaginn 11. febrúar.

Munið að með Segulljóðum geta allir verið skáld

 

Ljóðasamkeppni